Bikarmót KÍ í Laugardalshöll

Bikarmót Klifursambandsins var haldið í Laugardalshöll síðustu helgi. Þetta var í fyrsta skipti sem færanlegur keppnisveggur var nýttur við mót hérlendis og sett hann töluverðan svip á mótið. Önnur nýjung var að þetta var þriggja umferða mót með undankeppni, undanúrslitum og úrslitum.  Það var góð skráning á mótið og voru báðir flokkarnir þétt skipaðir sterkum klifrurum. 

Lukka Mörk Sigurðardóttir Blomsterberg og Birgir Óli Snorrason stóðu uppi sem sigurvegarar í opnum flokki. Heildarniðurstöður mótsins er hægt að nálgast HÉR

Við þökkum öllum starfsmönnum og sjálfboðaliðum sem komu að mótinu og gerðu þetta að þessum frábæra viðburði. 

Myndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson (sigosig.com)

Scroll to Top