Evrópubikarmót ungmenna í Portúgal

Unglingalandsliðið keppti á öðru Evrópubikarmóti tímabilsins í Soure, Portúgal, dagana 20. til 22. apríl. Hópnum gekk vel í umferðunum en bestum árangri á mótinu náðu Agnes Matthildur (23. sæti í U18) og Jenný Þóra (24. sæti í U16). 

Síðasta mótið í Evrópubikarmótaröð ungmenna í grjótglímu er haldið í Austurríki fyrstu helgina í maí.

Landsliðshópurinn fyrir Soure

U16
Jenný Þóra Halldórsdóttir 
Sigrún Vala Valgerðardóttir 

U18
Agnes Matthildur Folkmann Helgadóttir
Garðar Logi Björnsson
Greipur Ásmundarson 
Paulo Mercado Guðrúnarson

Niðurstöður mótsins má finna HÉR.  

Scroll to Top