Unglingalandsliðið tók þátt á sínu fyrsta Evrópubikarmóti keppnistímabilsins í Curno á Ítalíu dagana 5. til 7. apríl. Hópurinn stóð sig með prýði og fann á eigin skinni að þau áttu erindi á mót á Evrópustigi. Næsta bikarmót í mótaröðinni er haldið 19. til 21. apríl í Protúgal og það síðasta er haldið í Austurríki 3. til 5. maí.
Landsliðshópurinn fyrir Curno
U16
Ilmur Jónsdóttir
Jenný Þóra Halldórsdóttir
Sigrún Vala Valgerðardóttir
Hlynur Þorri Benediktsson
U18
Garðar Logi Björnsson
Greipur Ásmundarson
Paulo Mercado Guðrúnarson
Agnes Matthildur Folkmann Helgadóttir
U20
Sólon Thorberg Helgason
Niðurstöður mótsins má finna HÉR.







