Um helgina átti Klifursamband Íslands í fyrsta skipti keppanda á heimsbikarmóti. Mótið var haldið í Prag, Tékklandi, og var keppt í grjótglímu. Svana Bjarnason keppti fyrir Íslands hönd og var þetta hennar fyrsta þáttaka á heimsbikarmóti. Svana endaði í 65. sæti sem gefur henni stig á heimslistann. Næsta mót sem Svana keppir á verður heimsbikarmótið í grjótglímu í Brixen, Ítalíu.