Fyrsta Young Guns mót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu 9. september. Mótið er hluti af hæfileikamótun KÍ til þess að gefa ungum og efnilegum klifrurum tækifæri á að spreyta sig á keppnisumhverfinu. Undankeppnin samanstendur af 25 leiðum sem gefa mismörg stig. Síðan fara allir áfram í úrslit en þrjú erfiðleikastig eru af úrslitum og ræðst það af stigatölu þátttakanda í undankeppni í hvaða úrslit viðkomandi endar. Hugmyndin er að allir þátttakendur fái reynslu af úrslitaumferð og fái leiðir sem eru við hæfi.
Rúmlega 30 klifrarar tóku þátt á mótinu í þetta skipti og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Sömuleiðis viljum við þakka mótshöldurunum, KFR, fyrir gott mót.