Núna í september voru í fyrsta skipti haldin bæði dómaranámskeið fyrir grjótglímumót og þjálfaranámskeið 1. Fram að því sinnti klifurnefnd ÍSÍ og félögin námskeiðunum.
Dómaranámskeiðið fór fram 7. september og mættu sjö þátttakendur. Námskeiðið var í höndum Jóhanns Haraldssonar, yfirkómara KÍ. Farið var yfir regluverk í grjótglímumótum og fengu þátttakendur síðan tækifæri á að spreyta sig á dómgæslu á Young Guns mótinu.
Þjálfaranámskeiðið var haldið helgina 23.-24. september og mættu einnig sjö þátttakendur þar, frá þremur félögum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru: Elmar Orri Gunnarsson, landsliðsþjálfari, Örn Árnason, yfirþjálfari klifurdeildar Bjarkana, og Laufey Rún Þorsteinsdóttir, þjálfari hjá Klifurfélagi Reykjavíkur.
Á döfinni á næstu mánuðum er að halda dómaranámskeið fyrir línuklifur og að halda annað þjálfaranámskeið 1. Þá mun KFR einnig halda áfram með þjálfarakvöldin sín og eru þjálfarar frá öllum félögum velkomir á það. Þau eru öllu jafna haldin fyrsta miðvikudag í mánuði kl 20:00.