HM í Bern

Klifursamband Íslands sendi þrjá keppendur á heimsmeistaramótið í klifri sem haldið var í Bern, Sviss. Mikil spenna var fyrir mótinu meðal klifrara en mótið var fyrsta tækifæri til þess að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í París 2024. Keppendurnir sem fóru fyrir hönd KÍ voru Guðmundur Freyr Arnarson, Birgir Óli Snorrason og Svana Bjarnason. Þau kepptu öll í bæði grjótglímu og línuklifri og stóðu sig vel. Helstu afrek ber að nefna er að Svana endaði í 73. sæti í heildarkeppni kvenna (samanlagðar niðurstöður grjótglímu og línuklifurs) og Guðmundu Freyr náði 88. sæti í grjótglímu og 85. sæti í heildarkeppni karla. 

Guðmundur Freyr, Svana, Birgir Óli og Elmar Orri Gunnarsson landsliðsþjálfari.
Scroll to Top