Hópur af íslenskum keppnisklifrurum kepptu á bikarmóti í Danmörku 4. nóvember og stóðu sig vel á mótinu. Gabríela Einarsdóttir var þriðja inní úrslit í opnum flokki kvenna. Gabríela náði 20 stigum í úrslitaleiðinni og endaði í þriðja sætinu en aðeins munaði hálfu stigi á henni og keppandanum í öðru sæti. Jenný Þóra Halldórsdóttir var þriðja inní úrlsit í B-flokki kvenna. Í úrslitaleiðinni náði hún 44 stigum og náði þar með fyrsta sæti en næsti keppandi fyrir neðan hana var með 37+ stig. Hekla Petronella Ágústsdóttir var þriðja inní úrslit í A-flokki kvenna en endaði í fjórða sæti í úrslitunum. Aðrir keppendur í íslenska hópnum stóðu sig með prýði og var þetta mót góð reynsla fyrir hópinn og góður undirbúningur fyrir bæði Íslandsmeistara- og Norðurlandamótið síðar í mánuðinum.