Svana á síðasta heimsbikarmóti tímabilsins

Svana Bjarnason keppti á sínu síðasta heimsbikarmóti tímabilsins í línuklifri 8.- og 9. september í Koper, Slóveníu. Mikið af sterkum keppendum voru mætt á mótið og var samkeppnin hörð. Svana var að glíma við meiðsl og eftir mótið hafði hún þetta að segja á instagram síðu sinni „Fingurinn minn hafði þetta af og ég er mjög ánægð með klifrið hjá mér, hugarfarið og baráttuna í báðum leiðum. Það er pínu skrítið en þetta heimsbikarmót var mitt besta klifurlega séð, en á sama tíma versta úrslitalega séð.“ (þýtt frá ensku) Svana stendur nú í 115. sæti á heimslistanum í línuklifri og 100. sæti í heildarkeppninni sem er hækkun um eitt sæti. Eitt mót er eftir í heimsbikarmótaröðinni í línuklifri og verður það haldið í Wujiang, Kína, 22.-24. september.

Scroll to Top