X-Lágmörk

Ath. Þetta eru enn drög

Lágmörk sem er náð í ákveðinni keppnisgrein gilda einungis fyrir þá grein. S.s. lágmörk sem er náð í grjótglímu gilda einungis sem grjótglímumót. Það sama á við ef náð er lágmarki í línuklifri.

Lágmörk fyrir úrvalshópa KÍ

Fullorðnir: Allir þeir sem hafa náð B lágmarki fyrir NM eða lágmarki á hærra stigi 

U20: Topp 2 í aldursflokki eða topp 8 í opnum flokki á ÍM eða náð B lágmarki fyrir NM eða lágmarki á hærra stigi síðustu 2 ár 

U18: Topp 3 í aldursflokki eða topp 8 í opnum flokki á ÍM eða náð B lágmarki fyrir NM eða lágmarki á hærra stigi síðustu 2 ár 

U16: Topp 3 í aldursflokki eða topp 10 í opnum flokki á ÍM eða náð B lágmarki fyrir NM eða lágmarki á hærra stigi síðustu 2 ár 

 

Þau sem náð hafa lágmörkum þurfa að sækja um í úrvalshóp KÍ fyrir 15. janúar ár hvert. 

Lágmörk fyrir landsliðsverkefni

NM

Lágmark A afreksfólks: Topp 2 á ÍM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 20% á síðasta NM eða topp 66% á ES/HS síðustu 2 ár

Lágmark B afreksfólks: Topp 6 á ÍM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 50% á síðasta NM eða topp 80% á ES/HS síðustu 2 ár

Evrópustig

Lágmark A afreksfólks: Topp 10% á NM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 33% á Evrópustigi síðastliðin 2 ár. 

Lágmark B afreksfólks: Topp 33% á NM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 66% á Evrópustigi síðastliðin 2 ár. 

Heimsstig

Lágmark A afreksfólks: Topp 20% á ES eða topp 33% á HS síðastliðin 2 ár  

Lágmark B afreksfólks: Topp 50% á ES eða topp 66% á HS síðastliðin 2 ár

HM: Ef enginn nær lágmarki fyrir HM þá fara þeir klifrarar sem hafa náð bestum árangri á ES á síðustu 12 mánuðum (eitt sæti kk og eitt sæti kvk). Landsliðsþjálfari getur notað hin sætin fyrir afreksefni í hæfileikamótun eða veitt þeim sem náðu næst bestum árangri þau sæti ef íþróttamennirnir í efstu tveimur sætunum eru mjög jafnir. 

 

Lágmörk fyrir landsliðsverkefni unglingalandsliðs

NM

Lágmark A afreksfólks: Topp 2 á ÍM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 20% á síðasta NM eða topp 66% á ES/HS síðustu 2 ár

Lágmark B afreksfólks: Topp 6 á ÍM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 50% á síðasta NM eða topp 80% á ES/HS síðustu 2 ár

Evrópustig

Lágmark A afreksfólks: Topp 10% á NM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 33% á Evrópustigi síðastliðin 2 ár. 

Lágmark B afreksfólks: Topp 33% á NM síðustu 2 skipti sem það var haldið eða topp 66% á Evrópustigi síðastliðin 2 ár. 

Heimsstig

Lágmark A afreksfólks: Topp 20% á ES eða topp 33% á HS síðastliðin 2 ár  

Lágmark B afreksfólks: Topp 50% á ES eða topp 66% á HS síðastliðin 2 ár

 

Lágmörkin eru endurskoðuð fyrir hvert ár. 

Val í landsliðsverkefni

Forgangur 1: Þau sem hafa náð A lágmörkum. Ef fleiri hafa náð lágmörkum en þau sæti sem er í boði á mótinu fá þau sem náðu inn á móti frá hærra stigi (s.s. ES eða HS) forgang. Ef þau ná inn lágmarki á sama stigi er hærra sætið sem ræður hver er í forgangi. Ef það er einnig jafnt er lágmarkið sem styttra er síðan var sett í forgangi. 

Forgangur 2: Landliðsþjálfari getur valið úr hópi þeirra sem eru á ÓL leið í hæfileikamótun til þess að setja inn í hópinn. 

Forgangur 3: Þau sem hafa náð B lágmörkum. Ef fleiri hafa náð lágmörkum en þau sæti sem er í boði á mótinu fá þau sem náðu inn á móti frá hærra stigi (s.s. ES eða HS) forgang. Ef þau ná inn lágmarki á sama stigi er hærra sæti sem ræður hver er í forgangi. Ef það er einnig jafnt er lágmarkið sem styttra er síðan var sett í forgangi. 

 

Landsliðsþjálfari getur veitt undanþágu á lágmarki. Ef það er gert fer viðkomandi aftast í forgang fyrir landsliðsverkefnið sem um er að ræða. 

Scroll to Top