x Stofnun nýrra klifurfélaga

Klifursamband Íslands getur veitt fræðslu til einstakling og hópa sem vilja stofna nýtt klifurfélag eða klifurdeild í heimabyggð fræðslu og leiðsögn. Í byrjun er hægt að setja saman aðgerðaáætlun fyrir viðkomandi samfélag og veita leiðsögn um hvernig hægt er að fjármagna verkefnið.

Hafið endilega samband ef áhugi er til staðar í ykkar nærsamfélagi að koma á laggirnar klifurfélagi eða klifurdeild innan annars íþróttafélags.

Í aðgerðaráætlun um stofnun nýrra félaga eru þrír lykilviðburðir:

Fræðslufundur
Þar er farið yfir það sem þarf til þess að stofan klifurdeild/klifurfélag. Helstu þættirnir eru: Mannauður, samskipti við bæjar- eða sveitastjórn, fjármagn, húsnæði. Búin er til tímalína með þeim einstaklingum sem eru drifkrafturinn í klifursamfélaginu á staðnum og farið yfir þau atriði sem þarf að skoða fyrir stofnun deildar og til þess að koma upp góðri æfingaraðstöðu.
Hönnunarfundur um klifurvegg og aðstöðu
Afarmikilvægt er að hafa reynda klifrara með í ráðum þegar nýjir klifurveggir eru byggðir. Bæði til þess að nýta fjármagn sem best og svo að þeir virki sem góð æfingaraðstaða. Á þessum fundi myndum við líka koma með ráðleggingar um klifurgripakaup.
Þjálfaranámskeið sem tekur mið að þekkingu og aðstöðunni sem er til staðar
Þegar aðstaðan er komin upp þá þarf að huga að íþróttastarfinu sjálfu. Til þess að byrja með er gott að vera með stutt námskeið fyrir þjálfara klifurdeildarinnar þar sem reyndustu þjálfarar í greininni miðla þekkingu sinni. Þannig geta nýjir þjálfarar farið af stað með barna og unglingastarf. Seinna geta þeir svo bætt við sig þjálfaramenntun með þjálfaranámskeiðum ÍSÍ eða KÍ.

Scroll to Top