Þjálfaranámskeið - 1. stig
Námskeiðið er sett upp í tveimur lotum. Fyrri lotan er í formi fyrirlestra, umræðutíma, kynninga nemenda á verkefnum og verklegra tíma. Seinni lotan er starfsnámslota. Ef áhugi er hjá einstaklingum utan höfuðborgarsvæðisins til þess að sækja námskeiðið er hægt að taka þátt í fjárnámi.
Námskeiðið kostar 24.000 kr en félög innan KÍ hafa 50% afslátt. Skráning fer fram í gegnum Sprotabler en ef félög munu greiða þátttökugjald er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á klifursamband@klifursamband.is.
Skráningarfrestur: 6. ágúst.
Yfirlit yfir námsefni
Lota 1 (20 klst.)
Vika 1 (5 klst)
Þriðjudagur 19:00-21:30 (6. ágúst)
- Fara yfir uppbyggingu námskeiðsins
- Kynning á Klifursambandinu
- Rammi fyrir stig iðkunar út frá langtímaþróun í íþróttinni
- Þjálfarahlutverkið
Fimmtudagur 19:00-21:30 (8. ágúst)
- Hreyfilæsi
- Samskipti við iðkendur og foreldra
Vika 2 (5 klst)
Þriðjudagur 19:00-21:30 (14. ágúst)
- Áhugi og jákvæð reynsla
- Heildrænn þroski
- Félagslegi þátturinn
- Hugræn og andleg þjálfun
Fimmtudagur 19:00-21:30 (16. ágúst)
- Kynning á verkefnum
Vika 3 (5 klst)
Þriðjudagur 19:00-21:30 (20. ágúst)
- Næmnitímabil
- Styrktarþjálfun
- Liðleikaþjálfun
- Úthaldsþjálfun
- Fyrirbyggjandi æfingar
Fimmtudagur 19:00-21:30 (22. ágúst)
- Kynning á verkefnum og verklegur tími
Vika 4 (5 klst)
Þriðjudagur 19:00-21:30 (27. ágúst)
- Grunnhugtök fyrir klifurtækni
- Þjálfun í hreyfifærni
- Tækniæfingar: Leiðsögn og lærdómssvæði
Fimmtudagur 19:00-21:30 (29. ágúst)
- Kynning á verkefnum og verklegur tími (mæta með klifurskó ef þið viljið)
Lota 2 – Starfsnám og ígrundun á eigin þjálfun (40 klst.) (september-október)
Upphafsfundur í byrjun lotu (2.5 klst), 3. september kl 19:00
- Þjálfarahlutverkið, fyrirlestur
- Verkfæri í starfsþróun: Ígrundun í starfi
Starfsnám
- 25 tímar: Þjálfun (nota fyrir ígrundun og verkefni)
- 4 tímar: Vettvangsnám hjá öðrum reyndari þjálfara
- 6 tímar: Verkefni og gerð æfingaáætlana
Verkefnalýsingar fyrir 2. lotu
Lokakynningar nemenda (2.5 klst) (nóvember, dagsetning ákveðin í samráði við nemendur)
Námsmat
Nemendur þurfa að standast báða námsþættina til þess að ljúka námskeiðinu. Þessir námsþættir eru eftirfarandi:
Viðvera á fyrirlestrum, upphafsfundi og kynningum: 90% eða meira til þess að standast námsþáttinn. Hægt er að semja um að skila inn verkefni í stað mætingar.
Verkefnaskil: Hafa skilað öllum verkefnum og fá þau metin sem viðunandi. Ef nemandi skilar inn verkefni sem er ekki nógu vel unnið fær hann tækifæri á að skila því inn aftur.