Um KÍ
Klifursamband Íslands (KÍ) var stofnað 27. september 2021, aðildarfélög að sambandinu eru 6 og virkir iðkendur í íþróttinni hátt í 2000.
Klifur er vaxandi íþrótt á Íslandi og í dag er klifur þrettánda fjölmennasta íþróttin innan ÍSÍ. Klifursambandið er meðlimur að IFSC sem veitir íslensku íþróttafólki möguleika á þátttöku á alþjóðlegum stórmótum.
Hlutverk KÍ er í meginatriðum eftirfarandi:
- Að vinna að stofnun nýrra félaga og deilda og efla á annan hátt klifuríþróttina í landinu.
- Að setja nauðsynlegar reglur um málefni klifur íþróttarinnar á Íslandi, löggilda dómara, vinna að heildarskipulagi móta svo sem Íslandsmóta og bikarmóta.
- Að vera fulltrúi klifur íþróttarinnar í alþjóðlegu samstarfi og leitast við að reglur varðandi íþróttina á Íslandi séu í samræmi við alþjóðareglur.
Stjórn
Friðrik Már Baldursson (formaður)
Birkir Fannar Snævarsson
Vikar Hlynur Þórisson
Benedikt Ófeigsson
Manuela Magnúsdóttir
Nefndir
Afreksnefnd
Helstu verkefni nefndarinnar eru mótun, endurmat og eftirfylgni á afreksstefnu KÍ. Utanumhald um landsliðstarf í samstarfi við landsliðsþjálfara.
Benedikt Ófeigsson (formaður)
Elísabet Birgisdóttir
Lilja Björk Baldvinsdóttir
Guðmundur Freyr Arnarson (fulltrúi íþróttafólks)
Mótanefnd
Hlutverk nefndarinnar er að setja upp mótaskrá KÍ og finna mótshaldar fyrir Íslands- og bikarmeistaramót í grjótaglímu og línuklifri.
Benjamin Mokry (formaður)
Örn Árnason
Ólafur Hrafn Nielsen
Fræðslu- og dómaranefnd
Jóhann Haraldsson (formaður)
Þóra Margrét Bergsveinsdóttir
Vikar Hlynur Þórisson
Andri Már Ómarsson
Heiðurs- og viðurkenninganefnd
Bjarnheiður Kristinsdóttir (formaður)
Valdimar Björnsson
Manuela Magnúsdóttir
Fjármálanefnd
Hildur Jónsdóttir (formaður)
Svanur Baldursson
Stefán Karl Sævarsson
Friðrik Már Baldursson