Dagskrá

Laugardagur 9. nóvember 2024

Undankeppni: Fimleikafélagið Björk, Haukahrauni, 220 Hafnarfirði

9:00 upphitun

10:00 U14 undankeppni (90 mín) 

12:00 U16 undankeppni (90 mín) 

13:45 U12 skemmtimót (60 mín) 

Úrslit: Miðgarður, Vetrarbraut, 210 Garðabæ

15:00 Einangrun lokar

15:30 Kynning á keppendum og leiðaskoðun

15:40 Úrslit U14 og U16, verðlaunaafhending í kjölfarið

Mótsfyrirkomulag

Undankeppni U14 og U16: 6 leiðir. Erfiðleikastig 1-3. Þær tvær leiðir sem gefa flest “vegin stig” gilda sem niðurstöður umferðarinnar. Klifrari hefur eina tilraun fyrir hverja leið og mega ráða í hvaða röð þeir reyna leiðirnar. U14 klifrar í ofanvaði (top rope) en U16 klifrar í leiðslu. Sex klifrarar í hverjum flokki komast áfram í úrslit. Myndir með stigum undankeppnisleiða. Hér er hægt að finna niðurstöður endankeppninnar. 

Skemmtimót U12: 6 leiðir. Engin stigatalning í lokin en öll fá þátttökuverðlaun. Klifrari hefur eina tilraun fyrir hverja leið og mega ráða í hvaða röð þeir reyna leiðirnar. U12 klifra í ofanvaði (top rope). 

Úrslit: Ein úrslitaleið. Klifrað bein af augum (e. on sight). Ath. húsið er ekki lokað við leiðauppsetningu (sem fer fram fimmtudag fyrir mót í Miðgarði) en við treystum þátttakendum til þess að skoða ekki leiðina. U14 klifrar í ofanvaði (top rope). 

Notaðst er við IFSC reglur með viðbót KÍ.

Unglinga- og ungmennaflokkar 2024

U12: 2013-2014
U14: 2011-2012
U16: 2009-2010

Almennar upplýsingar

Skráning á Sportabler (skráningu lýkur 7. nóvember 2024). 

Viðburður á Facebook þar sem tilkynningar um mótið verða settar inn. 

Staðsetning: Fimleikafélagið Björk, Haukahraun, 220 Hafnarfjörður og Miðgarður, Vetrarbraut, 210 Garðabæ.

Mótshaldari, Klifurfélag Reykjavíkur og Björk

Mótsstjóri: Laufey Rún Þorsteinsdóttir

Yfirleiðasmiður: Laufey Rún Þorsteinsdóttir

Yfirdómari: Jóhann Haraldsson

Scroll to Top