Núna hafa verið birt lágmörk fyrir árið 2026 og við minnum þjálfara og sjálfstæða iðkendur á að sækja um í úrvalshópa KÍ fyrir 1. desember.
Hér fyrir neðan er hægt að skoða hver lágmörk eru fyrir úrvalshópana og landsliðsverkefni. Nánari upplýsingar um lágmörkin er að finna HÉR.
Lágmörk fyrir úrvalshópa KÍ og ÓL leið
Fullorðnir: Lágmark fyrir NM, ES eða HS.
Paraklifrarar: Landsliðsþjálfari úrvalshóps paraklifrara skipar hópinn fyrir hvert ár.
U19: Lágmark fyrir NM, ES eða HS.
U17+: Topp 4 í U17 og topp 2 í U15 aldursflokki. Lágmark fyrir NM eða ES.
Yfirþjálfarar klifurfélaga þurfa að senda landsliðsþjálfara lista 1. desember yfir iðkendur í sínu félagi sem náð hafa lágmörkum og hafa að mati hans stundað æfingar það vel að þeir eigi erindi í hópinn. Iðkendur sem hafa náð lágmörkum fyrir hópana og hafa áhuga á að starfa með úrvalshóp þurfa að hafa samband við yfirþjálfara síns félags og óska eftir skráningu.
Landsliðsþjálfari getur gefið einstaklingum undanþágu til þess að starfa með úrvalshópi með leyfi frá afreksnefnd. Það þarf að vera góður rökstuðningur fyrir undanþágunni.
ÓL leið
U17: Efra stig: T12 á ES. Lægra stig: T25 á ES eða T20 ef 40 eða færri.
U19: Efra stig: T10 á ES. Lægra stig: T20 á ES eða T16 ef 40 eða færri.
U21: Efra stig: T8 á ES. Lægra stig: T16 á ES eða T12 ef 30 eða færri.
U23: Efra stig: T12 á HS. Lægra stig: T20 á HS eða T16 ef 30 eða færri.
Senior (24 eða eldri): Efra stig: T8 á HS. Lægra stig: T16 á HS eða T10 ef 30 eða færri.
Þegar einstaklingur nær lágmarki fyrir ÓL leiðina gildir það í tvö ár (þ.e. árið þar sem lágmarkinu er náð og tveggja næstu ára). Auk árangurs á mótum er horft til markmiða og áhuga við inntöku í hópinn. Þá er líka gerð krafa um ástundun og mætingu (horft til að hafa að lágmarki 80% raunmætingu). Landsliðsþjálfari getur gert undanþágur ef sérstakar aðstæður myndast.
Lágmörk fyrir landsliðsverkefni (fullorðnir)
Norðurlandamót
NM lágmark: T3 á ÍM. T16 á NM (T12 ef 16 eða færri, T10 ef 14 eða færri þátttakendur). T10 á erlendu stórmóti (T8 ef 12 eða færri, T6 ef 10 eða færri, T4 ef 8 eða færri þátttakendur) sem er merkt sem lágmarkamót á keppnisdagskrá KÍ.
Evrópustig
A lágmark: Topp 3 á NM eða topp 16 á Evrópustigi.
B lágmark: Sigur á ÍM. Topp 8 á NM eða topp 25 á Evrópustigi. Topp 3 á erlendu stórmóti sem er merkt sem lágmarkamót á keppnisdagskrá KÍ.
Heimsstig
A lágmark: Topp 10 á ES eða topp 25 (T16 ef 30 eða færri) á HS.
B lágmark: Topp 16 (T12 ef 30 eða færri) á ES eða topp 40 (T32 ef 50 eða færri, T16 ef 30 eða færri) á HS.
HM: Ef HM er sett á keppnisdagskrá KÍ en enginn nær lágmarki fyrir HS þá fara þeir klifrarar sem hafa náð bestum árangri á ES á síðasta tímabili (eitt sæti kk og eitt sæti kvk). Landsliðsþjálfari getur notað hin sætin fyrir afreksefni í hæfileikamótun.
Lágmörk fyrir landsliðsverkefni paraklifrara
Norðurlandamót
NM lágmark: Allir í úrvalshópi paraklifrara.
Evrópustig
A lágmark: Sigur á NM eða T12 á HS (T10 ef 20 eða færri, T8 ef 16 eða færri).
B lágmark: Sigur á ÍM. Topp 3 (T2 ef 5 eða færri) á NM eða erlendu stórmóti sem er merkt sem lágmarkamót á keppnisdagskrá KÍ .
Heimsstig
A lágmark: T6 á ES eða T10 á HS (T8 ef 20 eða færri, T6 ef 16 eða færri).
B lágmark: T10 á ES (T8 ef 16 eða færri, T6 ef 12 eða færri) eða T10 á HS (T8 ef 20 eða færri, T6 ef 16 eða færri).
Lágmörk fyrir landsliðsverkefni unglingalandsliðs
Norðurlandamót
NM lágmark: T2 á ÍM. T16 á NM (T12 ef 16 eða færri, T10 ef 14 eða færri þátttakendur). T10 á erlendu stórmóti (T8 ef 12 eða færri, T6 ef 10 eða færri, T4 ef 8 eða færri þátttakendur) sem er merkt sem lágmarkamót á keppnisdagskrá KÍ.
Evrópustig
A lágmark: Topp 3 á NM eða topp 16 á Evrópustigi.
B lágmark: Sigur á ÍM. Topp 12 á NM eða topp 25 á Evrópustigi. Topp 6 (T4 ef 10 eða færri, T3 ef 8 eða færri þátttakendur) á erlendu stórmóti sem er merkt sem lágmarkamót á keppnisdagskrá KÍ.
Heimsstig
A lágmark: Topp 5 á ES.
B lágmark: Sigur á NM, topp 20 á ES eða topp 25 (T16 ef 30 eða færri) á HS.


