Ísland á verðlaunapalli á Norðurlandamóti í grjótglímu

Norðurlandamót í grjótglímu fór fram í Kaupmannahöfn um helgina og tóku 21 íslenskir keppendur þátt. Mótið var afar sterkt, en íslenska liðið stóð sig frábærlega og átti fimm fulltrúa í úrslitum. Á mótinu var keppt í grjótglímu (e. bouldering) sem er ein af ólympískum keppnisgreinum íþróttarinnar í flokki fullorðinna en einnig í ungmennaflokkunum U19 og U17. Í grjótglímu er reynt við nokkra klifurleiðir sem eru um 4 metrar langar og reyna á styrk, liðleika, tækni og útsjónarsemi. Í undankeppninni er keppt í sex leiðum og hægt er að fá 150 stig, eða 25 stig fyrir hverja þeirra, en í úrslitaumferð eru 4 leiðir sem hver gefur 25 stig.

Norðurlandamótið er stórt mót á keppnisári íslenska landsins og hafa Íslendingar tekið þátt á mótinu frá upphafi þegar mótið var haldið í Lillehammer 1995. Mótið var þétt skipað af hæfileikaríkum klifrurum frá Norðurlöndunum og í ár bættust einnig við klifrarar frá Eystrasaltsríkjunum. Á mótinu keppa margir efnilegir keppendur og hafa margir þeirra náð góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi.

Í U17 flokki komust Jenný Þ. Halldórsdóttir og Hlynur Þ. Benediktsson í úrslit, en í U19 flokki tryggðu Agnes M. H. Folkmann, Paulo M. Guðrúnarson og Greipur Ásmundarson sér sæti meðal þeirra fremstu.

Í úrslitum náðu tveir íslenskir keppendur verðlaunasæti. Agnes M. H. Folkmann hreppti silfur í U19 eftir eftir öfluga frammistöðu í lokaumferðinni. Paulo M. Guðrúnarson stóð sig einnig vel og hafnaði í þriðja sæti í sama flokki.

„Þetta var krefjandi úrslitaumferð, en ég er mjög ánægð með að hafa náð þessum árangri og að íslenskir klifrarar séu að festa sig í sessi á alþjóðlegum vettvangi,“ sagði Agnes að keppni lokinni.

Þjálfarar íslenska liðsins lýstu yfir ánægju með frammistöðu allra keppenda og telja árangurinn góðan vísir að áframhaldandi uppgangi í íslenskri grjótglímu. Næsta alþjóðlega mót sem íslenskir klifrarar taka þátt á verður Evrópubikarmót í grjótglímu sem fram fer í Róm í byrjun apríl.

Við óskum íslensku keppendunum til hamingju með glæsilegan árangur á Norðurlandamótinu.

Myndir: Lars Kirk

Scroll to Top