Landsliðið var að koma heim frá Norðurlandamóti í línuklifri sem haldið var í Bergen.
Helstu afrek mótsins hjá okkar liði var þegar Greipur Ásmundarson tók gullið í U19. Hann fékk 21+ stig sem þýðir að hann komst í 21. grip leiðarinnar og gerði hreyfingu í átt að næsta gripi. Það má segja frá því að U19 keppti í nákvæmlega sömu úrslitaleið og fullorðinsflokkur og fékk Greipur jafn mörg stig og sá sem vann fullorðinsflokkinn. Greipur er þrefaldur Íslandsmeistara í línuklifri auk þess að taka titilinn í grjótglímu í ár. Hann kom fjórði inn í úrslit en klifraði vel í úrslitum og tók heim gullið.
Síðan tók Gauti Stefánsson tók brons í paraklifurflokknum AL2. Hann jafnaði árangur sinn frá því í fyrra og stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í LA 2028.
Hópurinn átti gott mót úti og gaman að sjá að klifrara hérlendis eru komnir á sama stig og félagar þeirra á Norðurlöndunum.



