Kvenn- og karlklifrari ársins 2025

Kvenn- og karlklifrari ársins hjá Klifursambandinu hafa verið útnefnd af stjórn sambandins og eru það Svana Bjarnason og Guðmundur Freyr Arnarson. 

Svana er kvennklifrari ársins þriðja árið í röð. Árið 2025 einblíndi Svana á keppni í línuklifri með góðum árangri. Svana tók þátt á bæði Evrópu- og Heimsbikarmótum á árinu og náði bestum árangri á Evrópubikarmótinu í Campitello di Fassa á Ítalíu. Þar endaði hún í 30. sæti sem er besti árangur íslendings á þeirri mótaröð. Hún komst í 109. sæti á heimslistanum í línuklifri (sótt 9. Des. 2025) og var efst íslendinga á heimslistum. 

Guðmundur Freyr átti gott keppnisár og komst í fyrsta skipti inná heimlista og var í 154. sæti í línuklifri (sótt 9. Desember 2025). Guðmundur keppti á sínu öðru Heimsmeistaramóti sem fram fór í Seoul í Suður Kóreu í bæði grjótglímu og línuklifri. Þar hafnaði hann í 70. Sæti í línuklifri og 83. sæti í grjótglímu. Hann keppti á Evrópubikarmótum í bæði línuklifri og grjótglímu með góðum árangri á árinu. 

Við óskum þeim til hamingju með titlana og hlökkum til að sjá þau í keppnum næstkomandi árs. 

Scroll to Top