Guðmundur Freyr Arnarson og Sólon Thorberg Helgason kepptu fyrir hönd Íslands á Evrópubikarmóti í línuklifri 21.-22. júní í Augsburg, Þýskalandi.
Guðmundur komst langt í leið 1 en rann á fótfestu neðarlega í leið 2 sem dróg hann mikið niður. Mótið nýttist samt sem góð reynsla og augljóst að íslenska liðið á góðan möguleika í að komast hátt í leiðinum sem eru settar fram á Evrópubikarmótunum.
Hér má skoða heildarniðurstöður mótsins: https://ifsc.results.info/#/event/1378/