4. Klifurþingið fór fram 5. mars í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum. Á fundinum var Benedikt Ófeigsson kosinn formaður en hann hefur setið í stjórn Klifursambandsins síðastliðið ár. Í stjórn var Friðrik Már Baldursson endurkjörinn og Harpa Þórðardóttir og Guðmundur Freyr Arnarson voru kjörinn ný inn. Fyrir í stjórn er Birkir Fannar Snævarrsson. Klifursambandið þakkar Vikari Hlyni Þórissyni og Manuelu Magnúsdóttur fyrir sín störf í stjórn sambandins en þau sátu bæði í stjórn sambandsins frá stofnun og var Manuela formaður legst af þeim tíma.
Á þinginu ávarpaði Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdarstjórn ÍSÍ fundargesti. Þingforseti var Bjarnheiður Kristinsdóttir og fundarritari var Birkir Fannar Snævarsson.