Bikarmót í Danmörku

Landsliðið hélt til Danmerkur nýverið og keppti þar á bikarmóti í grjótglímu hjá Danska klifursambandinu þann 25. janúar síðastliðinn. Bikarmótin hjá dönunum hafa verið opin og hafa þessi mót nýst vel og verið góður vettvangur fyrir dýrmæta reynslu fyrir íþróttafólkið okkar. 

Í þetta skipti gerðu Garðar Logi Björnsson og Gunnar Egill Guðlaugsson sér lítið fyrir og enduðu á palli í U19. Þá komust Eygló Elvarsdóttir og Sigrún Vala Valgerðardóttir áfram í úrslit. 

Allur hópurinn stóð sig frábærlega og kemur reynslunni ríkari til baka af mótinu. 

Heildarniðurstöður mótsins má finna HÉR.

Scroll to Top