Bikarmót ungmenna í línuklifri fór fram síðustu helgi

Um helgina fengu ungir iðkendur klifurs að sýna hvað í þeim býr á Bikarmótinu í línuklifri sem haldið var í Björkinni í Hafnarfirði og í Miðgarði í Garðabæ. Mikil stemming var á mótinu hjá krökkunum og var spennan mikil í úrslitunum í Miðgarði.

Bikarmeistarar 2024 urðu í flokki U14 karla, Heimir Steinn Svansson, í flokki U14 kvenna: Hrefna Fanney Halldórsdóttir, í flokki U16 karla: Sigurður Orri Óskarsson og í flokki U16 kvenna: Sigrún Vala Valgerðardóttir. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með Bikarmeistaratitilinn.

Úrslit urðu þessi:

U16 karlar:

  1. Sigurður Orri Óskarsson KFR
  2. Hlynur Þorri Benediktsson KFR
  3. Eyjólfur Árni Sverrisson BJÖRK

U16 kvenna:

  1. Sigrún Vala Valgerðardóttir KFR
  2. Anabel Guðlaug L. Guðmundsdóttir KFR
  3. Jenný Þóra Halldórsdóttir KFR

U14 karla:

  1. Heimir Steinn Svansson KFR
  2. Gunnar Þór Stefánsson KFR
  3. Daníel Ingi Andrason KFR

U14 kvenna:

  1. Hrefna Fanney Halldórsdóttir KFR
  2. Lioba Helen Shijo BJÖRK
  3. Hólmfríður Inga Magnúsdóttir BJÖRK
Scroll to Top