Unglingalandsliðið tók þátt í Evrópumeistaramóti í bæði línuklifri og grjótglímu nýverið. Mótið var haldið í Troyes í Frakklandi og var haldið þar dagana 25. – 29. september. Allir í liðinu klifruðu vel og voru ánægð með frammistöðuna á mótinu. Paulo Mercado Guðrúnarson (U18) komst í undanúrslit í grjótglímu og lauk keppni í 23. sæti. Mörg önnur þeirra áttu góðan mörguleika á að komast í undanúrslit í sínum flokkum.
Næst á döfinni hjá unglingalandsliðinu er NM í línuklifri sem haldið verður í Gautaborg aðra helgina í október.
Heildarniðurstöður má finna HÉR.