Frábær árangur á NM í línu

Um síðustu helgi var NM í línu haldið í Gautaborg. Keppt var í fullorðins-, ungmenna- og paraklifurflokkum á mótinu. Níu klifrarar komust í úrslit á mótinu. Þau Guðmundur Freyr Arnarson, Birgir Óli Snorrason og Victoria A. Reuter náðu öll í úrslit í fullorðinsflokki. Guðmundur endaði í 5. sæti og er það besti árangur Íslendinga á NM í seinni tíð. Það þarf að fara langt aftur í sögubækurnar til þess að finna hitt skiptið en það var þegar Björn Baldursson keppti á fyrsta Norðurlandamótinu sem haldið var í Lillehammer 1995. Þar endaði hann í 3. sæti. 

Gauti Stefánsson gerði sér lítið fyrir og tók 3. sætið í paraklifrinu í flokki bindra, sjónskertra og einfættra. Þetta er frábær árangur og flott að sjá hversu mikið hann hefur bætt sig á milli ára. 

Í unglingaflokkunum voru það Jenný Þóra Halldórsdóttir og Sigurður Orri Óskarsson sem komust í úrslit í U16. Þau enduðu bæði í 5. sæti í sínum flokkum. Agnes Matthildur Folkman Helgadóttir endaði sömuleiðis í 5. sæti í U18 kvenna. Greipur Ásmundarson komst síðan sterkur inn í úrslitin og endaði með silfrið í U18 karla. 

Allur hópurinn náði að klifra vel og verður gaman að fylgjast með þróuninni í línuklifrinu hérlendis á komandi ári.  

 

Heildarniðurstöður mótsins má finna HÉR og upptöku frá úrslitaumferðinni má finna HÉR.

Scroll to Top