Æfingamótið Young Guns var haldið í Klifurhúsinu síðastliðna helgi. Markmið mótsins er að búa til gott æfingaumhverfi og æfa sig í formlegri keppni. Eldri hópurinn (U16 og U14: 12-15 ára) byrjar á undankeppni sem hefur 30 leiðir. Síðan komast 24 klifrarar áfram í þrenns konar úrslit: Þannig þau sem eru í 1. til 8. sæti fara í A úrslit, þau sem eru í 9. til 16. sæti fara í B úrslit og svo fara þau sem eru í 17. til 24. sæti í C úrslit. Úrslitin eru síðan með miserfiðum leiðum þannig allir fái áskorun við hæfi og fá klifrararnir fjórar mínútur til þess að spreyta sig á hverri þeirra. Yngri hópurinn (U12 og U14: 10-13 ára) eru með eina umferð þar sem þau geta valið milli 30 leiða til þess að klifra en sleppa úrslitaumferðinni.
Á mótinu eru ekki formleg stig eða úrslit enda er áherslan meira á að öll sem mæta fái flottar klifurleiðir til þess að æfa sig á.
Hátt í 50 ungir og efnilegir klifrara mættu á mótið og skemmtu sér konunglinga.