Verðlaunaafhending ÍSÍ til íþróttafólks sérsambanda ásamt vali íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins fór fram í Hörpu laugardaginn 4. janúar. Stjórn Klifursambands Íslands valdi að þessu sinni Guðmund Frey Arnarson sem karlklifrara ársins og Svönu Bjarnason sem kvennklifrara ársins.
Svana hefur tekið ötulan þátt í heimsbikarmótum, Evrópumeistaramótum og úrtökumótaröð fyrir ÓL á árinu. Hún er sem stendur (10. desember 2024) í 84. sæti heimslistans í klifurtvíþraut, 107. sæti heimslistans í leiðsluklifri og 123. sæti heimslistans í grjótglímu. Á Evrópumeistaramótinu í Villars endaði hún í 19. sæti í klifurtvíþraut. Hún er glæsileg fyrirmynd fyrir íslenskt klifurfólk jafnt í keppni innandyra sem og klifri utandyra.
Þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur Freyr er valinn karlklifrari ársins. Guðmundur Freyr náði 59. sæti á Evrópubikarmóti í leiðsluklifri í Augsburg og 5. sæti á Norðurlandameistaramóti í sömu grein, en það er annar besti árangur íslenskra karla á Norðurlandameistaramóti í leiðsluklifri. Þrátt fyrir að komast ekki á heimslistann að þessu sinni þá er þessi árangur mjög hvetjandi fyrir íslenska keppendur í klifuríþróttum.
Friðrik Már Baldursson, formaður Klifursambandsins, tók við verðlaununum fyrir hönd Svönu sem býr erlendis og Guðmundur Freyr tók við sínum verðlaunum þar sem hann var staddur hérlendis, en hann er í skiptinámi í Frakklandi.
Við óskum þeim innilega til hamingju með viðurkenninguna.