Helgina 4. – 6. október hélt Klifursamband Íslands Íslandsmeistaramót í línuklifri í Miðgarði, Garðabæ og í Björkinni, Hafnarfirði. Við óskum keppendum til hamingju með frammistöðuna og þökkum starfsfólki, þjálfurum, leiðasmiðum og sjálfboðaliðum fyrir vel unna vinnu eftir langa helgi sem gaf af sér einstaklega skemmtilegt mót!
Í opnum flokki karla sigraði Greipur Ásmundarson og Jenný Þóra Halldórsdóttir í opnum flokki kvenna.
