Klifurþing 5. mars 2025

Klifursamband Íslands boðar til Klifurþings 5. mars 2025 sem er aðalfundur sambandsins. Klifurþingið mun fara fram á höfuðborgarsvæðinu og er stefnt að því að dagskrá hefjist kl.19:30. Nánari dagskrá og staðsetning verður send í seinna fundarboði. 
 
Kosið verður um formann og tvo stjórnarmenn ásamt þremur varamönnum. Auk þess verður kosið í allar fastanefndir sambandsins. Framboð þurfa að berast til stjórnar KÍ a.m.k. þremur vikum fyrir þingið með tölvupósti á klifursamband@klifursamband.is. Stjórn Klifursambandsins hvetur aðila um allt land til þess að íhuga framboð í stjórn en tveir stjórnarmenn hafa tilkynnt að þau gefi ekki kost á sér áfram. 
 
Málefni sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu berast stjórn Klifursambands Íslands a.m.k. þremur vikum fyrir þing með tölvupósti á klifursamband@klifursamband.is
 
Klifurþingið sitja tilnefndir fulltrúar þeirra aðila sem mynda KÍ og eru upplýsingar um fjölda fulltrúa að finna í lögum sambandsins. Kjörbréf verða send með seinna fundarboði. 
 
Samkvæmt lögum Klifursambands Íslands hafa kjörnir fulltrúar einir atkvæðisrétt en rétt til setu með málfrelsis- og tillögurétt hafa stjórn KÍ, heiðursformaður og heiðursfélagar, framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSÍ, fastráðnir starfsmenn KÍ og fulltrúar í fastanefndum KÍ. Auk þess getur stjórn KÍ boðið öðrum aðilum þingsetu og samþykkti stjórn KÍ á stjórnafundi 2. febrúar 2025 að aðilar í öðrum nefndum en fastanefndum hefðu einnig rétt til þingsetu. 
 
Kveðja, 
Stjórn og starfsmenn Klifursambands Íslands
Scroll to Top