Reykjavík International Games 2025 fóru fram í Klifurhúsinu

Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Keppni í klifri á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum fór fram í Klifurhúsinu 1.-3. febrúar. 

Keppni í klifri á Reykjavíkurleikunum hófst laugardaginn 1.febrúar á undankeppni og undanúrslitum í opnum flokkum og undankeppni og úrslitum í U15 flokkum. Sigurvegarar í U15 flokkunum voru þau Hrefna Fanney Halldórsdóttir og Gunnar Þór Stefánsson. Hjá stelpunum voru síðan Hólmfríður Inga Magnúsdóttir í öðru sæti og Embla Sól Birgisdóttir í þriðja sæti. Í stráka flokknum voru í öðru sæti Benedikt Nóel Hinriksson og Sævar Logi Andrason í þriðja sæti.

Í opnum flokki voru undanúrslitin hörku spennandi. Nú í ár er nýtt stigakerfi frá Alþjóðlega Klifursmbandinu IFSC í notkun þar sem fullt hús stiga fyrir hverja leið er 25 stig, það að ná miðju getur gefið allt að 10 stig og dregin eru frá 0,1 stig í hvert sinn sem keppandinn dettur. Í undanúrslitunum voru fjórar leiðir og var þar mest hægt að ná 100 stigum ef keppandi hefði náð að toppa allar leiðir í fyrstu tilraun. 

Úrslitin í klifri í opnum flokkum á Reykjavíkurleikunum fór fram í húsnæði Klifurhússins í Ármúla 23 mánudaginn 3. febrúar. Sex keppendur í kvennaflokki og sex í karlaflokki kepptust um gullið í hörkuspennandi keppni. Í kvennaflokki mætti Clara Stricker-Petersen frá Danmörku og varði titilinn örugglega, annað árið í röð. Á eftir henni í öðru sæti varð Agnes Matthildur Folkmann frá Klifurfélagi Reykjavíkur og hin þýska Elena Kappler, sem býr í Svíþjóð, í þriðja sæti. Í karlaflokki vann hinn sautján ára Greipur Ásmundarson. Mjótt var á munum á öðru og þriðja sætinu en Paulo Mercado Guðrúnarson náði jafnmörgum miðjum og Guðmundur Freyr Arnarson en í færri tilraunum. Paulo var því með fleiri stig og komst í annað sætið á undan Guðmundi sem vann Reykjavíkurleikana í klifri í fyrra. 

Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson
Scroll to Top