Svana lauk keppni á síðustu heimsbikarmótum keppnistímabilsins

Svana Bjarnason lauk keppnistímabilinu sínu á síðustu heimsbikarmótum ársins sem fram fóru í Seoul, Suður-Kóreu. Bæði fóru fram mót í grjótglímu og línuklifri að þessu sinni og tók hún þátt á báðum mótum. Fyrir utan þau heimsbikarmót sem Svana er búin að kepaa á á tímabilinu þá er hún einnig búin að keppa á Ólympíu úrtökumótaröðinni og Evrópumeistaramótinu. Það er því búið að vera nóg að gera hjá henni. Svana endar keppnistímabilið í 81. sæti á heimslistanum í grjótglímu og línuklifri. 

Scroll to Top