Unglingalandsliðið fór á bikarmót í línuklifri í Kaupmannahöfn um helgina og stóð sig með prýði. Jenný Þóra Halldórsdóttir tók gull í U16 og Greipur Ásmundarson tók gull í U18. Paulo Mecado Guðrúnarson (U18) og Sigurður Orri Óskarsson (U16) enduðu í 2. sæti í sínum flokkum. Þá komust einnig Garðar Logi Björnsson og Gunnar Egill Guðlaugsson áfram í úrslit í U18.
Hópurinn koma allur reynslunni ríkari heim og er tilbúinn í línuklifurtímabilið!