Frumraun unglingalandsliðsins í línuklifri á Evrópustigi var í Dornbirn, Austurríki, þann 13. júlí síðastliðinn. Þetta er fyrsta eða annað keppnistímabil flestra í hópnum og mikilvæg reynsla fyrir komandi ár. Hópurinn stóð sig vel og þau voru öll ánægð með mótið. Ferðinni er heitið til Innsbruck þar sem hópurinn nær nokkrum æfingadögum áður en haldið er til Zilina, Slóvakíu, þar sem hópurinn keppir á öðru Evrópubikarmóti í línuklifri.
Heildarniðurstöður mótsins má sjá HÉR.