Hópur klifrara úr úrvalshópur KÍ lagði leið sína á Grepp meistaramótið sem haldið var í Lerum, sem er rétt fyrir utan Gautaborg, 15. júní. Þar voru sterkir klifrarar frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Íslandi mættir til leiks. Birgir Óli Snorrason náði bestum árangri Íslenska liðsins í karlaflokki, en hann hafnaði í 4. sæti, og kvenna megin röðuðu Lukka Mörk, Agnes Matthildur og Jenný Þóra í 4., 5. og 6. sæti.
