Fyrra Evrópubikarmót tímabilsins í grjótglímu var haldið í Klagenfurt. Gabríela Einarsdóttir, Lukka Mörk Sigurðardóttir Blomsterberg og Guðmundur Freyr Arnarsson skipuðu landsliðshópinn.
Þetta var fyrsta mót þeirra allra á Evrópustigi og tóku þau sitthvorn toppinn í umferðinni. Þau koma svo heim reynslunni ríkari, vitandi hvað þau þurfa að gera fyrir seinna mótið sem haldið er í október.
Heildarúrslit er að finna HÉR.