Klifurmót haldið í fyrsta skipti á Hjalteyri

26. ágúst var klifurmót haldið í fyrsta skipti á Hjalteyri. 600 klifur er nýlega stofnuð deild innan Kraftlyftingfélags Akureyrar sem hefur aðstöðu í gömlu fiskvinnsluhúsnæði á Hjalteyri. Mótið var ætlað unglingum og voru keppendur frá 600 klifur, Mývatni og Klifurfélagi Reykjavíkur. Samtals tóku 16 keppendur þátt á mótinu og var um helmingur þeirra að taka þátt á klifurmóti í fyrsta skipti. Keppt var í grjótglímu og röðuðust þáttakendur í þrenn mismunandi úrslit eftir frammistöðu. Áhersla mótsins var að byggja upp reynslu hjá keppendum á að taka þátt í bæði undanúrslita og úrslita fyrirkomulagi. Andrúmsloftið á mótinu var frábært og ekki var annað að sjá en að keppendur nytu sín vel, sérstaklega þau sem voru að taka sín fyrstu skref í keppnisklifri. 

Scroll to Top